Orkugögn // energy data

Hér er yfirlit yfir hvar hægt er að finna upplýsingar um orkugögn á Íslandi fyrir raforku, jarðhita og eldsneyti.

Flutningslína við Helluvatn 2024
Helluvatn
Black and white photography close up of a flower.

Um

Björn birtir hér yfirlit yfir hvar hann mælir með að leita að gögnum um orkumálefni. Fyrst kemur listi af helstu vefsíðum, og neðar ítarefni með nánari umfjöllun.

Hér er áhersla á frumgögn. Fleiri aðilar endurbirta svo frumgögnin en ekki er vísað í þá hér.

Umhverfis- og orkustofnun tók til starfa 1. jan 2025 og verður vísað í hana þegar stofnunin hefur birtingu orkugagna.

Orkugögn

Orkuspá

Í desember 2024 kom út ný orkuspá sem inniheldur raforkuspá, jarðvarmaspá og orkuskiptaspá (eldsneytisspá).

Þrjú skjöl fylgja spánni:

Í orkuspánni er opinber árleg orkutölfræði fyrir Ísland birt. Sjá nánar hér á eftirfarandi slóð.

Talnaefni Orkustofnunar

Í fyrri útgáfu orskupár var einnig birt gagnvirkt mælaborð:

Mælaborð fyrri orkuspár (Grid.is)

Árið 2024 hóf Raforkueftirlitið útgáfu á Raforkuvísum með skammtímahorfum:

Raforkuvísar.

Landsnet

Landsnet er flutningsfyrirtæki raforku, sem flytur raforku á milli landshluta. Mikilvægustu gögnin sem fyrirtækið birtir eru klukkustundagildi (aflraðir), um innmötun virkjana og dreifikerfa inná flutningskerfi, ásamt úttekt. Gögnin ná einungis yfir þá raforku sem fer í gegnum flutningskerfið.

Aflraðir gagnaskjal Landsnets

Gagnabanki Landsnets

Landsnet birtir einnig ótalfleiri áhugaverðar upplýsingar í ársskýrslum sínum, og í ofangreindum gagnabanka um jöfnunarorkuverð, um tekjur flutnings og kostnaðarliði fyrirtækisins (tekjumörk), raforkuspá fyrirtækisins, upprunaábyrgðir.

Netorka

Mánaðarleg gögn um dreifingu raforku. Tölurnar innihalda dreifitöp:

Netorku tölfræði

Orkuverð

Orkustofnun birtir yfirlit yfir raforkuverð hverju sinni þar sem forsendur eru uppfærðar mánaðarlega, sjá:

Reiknivél á Orkusetri stofnunarinnar.

Byggðastofnun fær orkuverðgögn frá Orkustofnun og endurbirtir:

Byggðastofnun orkuverð mælaborð.

Eldsneyti

Orkustofnun birtir mánaðarleg olíugögn eftir notkunarflokkum:

Eldsneytistölur

Einnig birtir Hagstofan gögn um innflutning eldsneytis. Innflutningsgögn eru þó einungis höfð til hliðsjónar og ekki hægt að nota þau fyrir opinbera orkutölfræði*.

Utanríkisverslun

* Tímasetningar innflutnings samræmast ekki við hvenær varan er komin til landsins og seld, og ekki liggur fyrir í hvaða notkun olían fer.

Markaður

Tveir viðskiptavettvangar raforku eru starfandi á Íslandi: Vonarskarð og Elma.

Vonarskarð

Elma

Elma sér að svo komnu um útboð fyrir flutningstöp Landsnets. Vonarskarð er með vikuleg útboð á skammtímaorku og mánaðarleg útboð á mánaðarblokkum og grunnorku (ársblokkum).

Dreifikerfi Veitna við Úlfarsfell

Dreifiveitur

Ársskýrslur dreifiveitna innihalda ýmsar áhugaverðar upplýsingar um almenna notkun raforku og hitaveitur. Helstu dreifiveitur eru:

RARIK

HS Veitur

Veitur

Orkubú Vestfjarða

Norðurorka.

Helstu hitaveitur:

Reglugerðarveitur

Staða orkugagna

Yfirlit um birtingu orkugagna:

Skýrsla um stöðu gagnamála í orkugeiranum

Hagstofur

Helstu frumgögn í orkumálum sem Hagstofa Íslands birtir eru raforkuverð uppfærð tvisvar á ári. Sjá einnig tilvísun að ofan um innfutning eldsdneytis.

Raforkuverð

Evrópska hagstofan Eurostat birtir gögn sem Orkustofnun skilar til hennar árlega fyrir alla orku, og mánaðarlega fyrir raforku og eldsneyti:

Eurostat

Borholur á Hellisheiði

Jarðhiti

Talnaefni um notkun og vinnslu:

Varmagögn

Skila á gögnum til Orkustofnunar um allar borholur og eru þau birt hér:

Borholuskrá

Skýrsla orkustofnunar um jarðhita á yfirborði:
Jarðhitakort

Sjá einnig tengil á kortasjá ÍSOR sem nær yfir borholur fyrirtækisins.

Flutningslínur á Hólmsheiði

Mynd frá Hólmsheiði

Hugtök orkugagna

Flutningur – Flutningur orku á milli landshluta, raforkuflutningur er á ábyrgð Landsnets, hitaveituflutningur er á ábyrgð einstakra hitaveitna.

Dreifing – Afhending orku frá flutningskerfi til almennra notenda, t.d. heimila og smærri fyrirtækja.

Vinnsla – Framleiðsla orku.

Skerðanleg orka – Orka sem kaupandi fær afslátt af gegn því að seljandi og/eða flutningsfyrirtæki og/eða dreifiveita geti skert afhendingu orkunnar við tiltekin skilyrði. Dæmigerð ákvæði um skerðingu eru að þegar vatnsstaða lóna er lág sé hægt að skerða, eða þegar truflanir verða í vinnslu eða flutningskerfi eða dreifikerfi. Flutningsfyrirtæki og dreifiveitur skerða allajafna einungis afl í skamman tíma, en vinnslufyrirtæki skerða gjarnan orku til lengri tíma.

Orkuskortur – Þegar skammta þarf orku til forgangsnotkunar.

Forgangsorka (forgangsnotkun) – Orka sem ekki er hægt að skerða.

Skömmtum – Þegar notendur fá ekki alla forgangsorku afhenta sem þeir vilja og hafa gert samning um að nota.

Stórnotkun – Fyrir raforku er stórnotkun hjá fyrirtækjum sem nota 80 GWh á ári eða meira, eða ætla sér að gera það innan þriggja ára, samkvæmt raforkulögum. Hugtakið er ekki skýrt fyrir aðrar tegundir orku.

Almenn notkun – Notendur sem fá orku afhenta frá dreifiveitu. Dreifitöp eru oft höfð með sem hluti af almennri notkun.

Önnur notkun – Notkun sem hvorki er stórnotkun né almenn notkun, til dæmis flutningstöp og eigin notkun vinnslufyrirtækja.

Flutningstöp og dreifitöp – Flutningstöp er sú orka sem tapast frá því að hún var innmötuð af virkjun inná flutningskerfi þar til hún er útmötuð til dreifikerfis eða stórnotanda. Dreifitöp er sú orka sem tapast frá því að orkan var innmötuð frá flutningskerfi eða smávirkjun inná dreifikerfi, og þar til hún er afhent til notenda.

Orkuöflun almennrar notkunar = Innmötun frá flutningskerfi + innmötun frá smávirkjunum – útmötun til flutningskerfis.

Eigin notkun virkjana – Sú orka sem virkjanir nota í sinni starfsemi, t.d. dælingar á vatni eða varma, hreyfingar á hlerum, og rekstur stöðvarhúss.

Beintengd notkun – Notendur sem eru beintengdir við virkjun. Í tilfelli raforku er heimild til beintengingar skilgreind í raforkulögum.

Heildsölumarkaður – Á Íslandi er talað um heildsölumarkað sem þau viðskipti þar sem smásölufyrirtæki kaupa eða selja orku sem ætluð er fyrir almenna notkun. Erlendis er heildsölumarkaður víðara hugtak og nær einnig yfir orku sem seld er til annarra nota á skipulögðum viðskiptavettvöngum eða tvíhliða.

Grunnorka – Raforka sem helst stöðug yfir heilt ár, einnig kölluð ársblokk.

Mánaðarblokk – Raforka sem helst stöðug yfir heilan mánuð.

Skammtímaorka – Raforka innan dags á komandi mánuði.

Jöfnunarorka – Raforka til að jafna frávík frá áætlaðri vinnslu eða notkun, Landsnet rekur jöfnunarorkumarkað.

Hvað er fólk að segja

„Okkur vantar betri upplýsingar um orkuna”

Björn
Reykjavík
Picture of a person typing on a typewriter.