Hér er yfirlit yfir hvar hægt er að finna upplýsingar um orkugögn á Íslandi fyrir raforku, jarðhita og eldsneyti.
Um
Björn birtir hér yfirlit yfir hvar hann mælir með að leita að gögnum um orkumálefni. Fyrst kemur listi af helstu vefsíðum, og neðar ítarefni með nánari umfjöllun.
Hér er áhersla á frumgögn. Fleiri aðilar endurbirta svo frumgögnin en ekki er vísað í þá hér.
Umhverfis- og orkustofnun tók til starfa 1. jan 2025 og verður vísað í hana þegar stofnunin hefur birtingu orkugagna.
Orkugögn
Orkuspá
Í desember 2024 kom út ný orkuspá sem inniheldur raforkuspá, jarðvarmaspá og orkuskiptaspá (eldsneytisspá).
Þrjú skjöl fylgja spánni:
Í orkuspánni er opinber árleg orkutölfræði fyrir Ísland birt. Sjá nánar hér á eftirfarandi slóð.
Í fyrri útgáfu orskupár var einnig birt gagnvirkt mælaborð:
Landsnet
Landsnet er flutningsfyrirtæki raforku, sem flytur raforku á milli landshluta. Mikilvægustu gögnin sem fyrirtækið birtir eru klukkustundagildi (aflraðir), um innmötun virkjana og dreifikerfa inná flutningskerfi, ásamt úttekt. Gögnin ná einungis yfir þá raforku sem fer í gegnum flutningskerfið.
Landsnet birtir einnig ótalfleiri áhugaverðar upplýsingar í ársskýrslum sínum, og í ofangreindum gagnabanka um jöfnunarorkuverð, um tekjur flutnings og kostnaðarliði fyrirtækisins (tekjumörk), raforkuspá fyrirtækisins, upprunaábyrgðir, sjá nánar:
Orkuverð
Orkustofnun birtir yfirlit yfir raforkuverð hverju sinni þar sem forsendur eru uppfærðar mánaðarlega, sjá:
Reiknivél á Orkusetri stofnunarinnar.
Byggðastofnun fær orkuverðgögn frá Orkustofnun og birtir á:
Eldsneyti
Orkustofnun birtir mánaðarleg olíugögn eftir notkunarflokkum:
Einnig birtir Hagstofan gögn um innflutning eldsneytis:
Markaður
Tveir viðskiptavettvangar raforku eru starfandi á Íslandi: Vonarskarð og Elma.
Elma sér að svo komnu um útboð fyrir flutningstöp Landsnets. Vonarskarð er með vikuleg útboð á skammtímaorku og mánaðarleg útboð á mánaðarblokkum og grunnorku (ársblokkum).
Dreifiveitur
Ársskýrslur dreifiveitna innihalda ýmsar áhugaverðar upplýsingar um almenna notkun raforku og hitaveitur. Helstu dreifiveitur eru:
Helstu hitaveitur:
Hagstofan
Helstu frumgögn í orkumálum sem Hagstofan birtir eru raforkuverð uppfærð tvisvar á ári.
Jarðhiti
Talnaefni um notkun og vinnslu:
Skila á gögnum til Orkustofnunar um allar borholur og eru þau birt hér:
Skýrsla orkustofnunar um jarðhita á yfirborði:
Jarðhitakort
Vefsjá ÍSOR:
https://arcgisserver.isor.is
Mynd frá Hólmsheiði
Hvað er fólk að segja
Björn„Okkur vantar betri upplýsingar um orkuna”
Reykjavík