Orkugögn // energy data

Hér er yfirlit yfir hvar hægt er að finna upplýsingar um orkugögn á Íslandi fyrir raforku, jarðhita og eldsneyti.

Flutningslína við Helluvatn 2024
Helluvatn
Black and white photography close up of a flower.

Um

Björn birtir hér yfirlit yfir hvar hann mælir með að leita að gögnum um orkumálefni. Fyrst kemur listi af helstu vefsíðum, og neðar ítarefni með nánari umfjöllun.

Hér er áhersla á frumgögn. Fleiri aðilar endurbirta svo frumgögnin en ekki er vísað í þá hér.

Umhverfis- og orkustofnun tók til starfa 1. jan 2025 og verður vísað í hana þegar stofnunin hefur birtingu orkugagna.

Orkugögn

Orkuspá

Í desember 2024 kom út ný orkuspá sem inniheldur raforkuspá, jarðvarmaspá og orkuskiptaspá (eldsneytisspá).

Þrjú skjöl fylgja spánni:

Í orkuspánni er opinber árleg orkutölfræði fyrir Ísland birt. Sjá nánar hér á eftirfarandi slóð.

Talnaefni Orkustofnunar

Í fyrri útgáfu orskupár var einnig birt gagnvirkt mælaborð:

Mælaborð fyrri orkuspár (Grid.is)

Landsnet

Landsnet er flutningsfyrirtæki raforku, sem flytur raforku á milli landshluta. Mikilvægustu gögnin sem fyrirtækið birtir eru klukkustundagildi (aflraðir), um innmötun virkjana og dreifikerfa inná flutningskerfi, ásamt úttekt. Gögnin ná einungis yfir þá raforku sem fer í gegnum flutningskerfið.

Aflraðir gagnaskjal Landsnets

Gagnabanki Landsnets

Landsnet birtir einnig ótalfleiri áhugaverðar upplýsingar í ársskýrslum sínum, og í ofangreindum gagnabanka um jöfnunarorkuverð, um tekjur flutnings og kostnaðarliði fyrirtækisins (tekjumörk), raforkuspá fyrirtækisins, upprunaábyrgðir, sjá nánar:

Netorka

Mánaðarleg gögn um dreifingu raforku. Tölurnar innihalda dreifitöp:

Netorku tölfræði

Orkuverð

Orkustofnun birtir yfirlit yfir raforkuverð hverju sinni þar sem forsendur eru uppfærðar mánaðarlega, sjá:

Reiknivél á Orkusetri stofnunarinnar.

Byggðastofnun fær orkuverðgögn frá Orkustofnun og birtir á:

Myndrænan hátt í mælaborði.

Eldsneyti

Orkustofnun birtir mánaðarleg olíugögn eftir notkunarflokkum:

Eldsneytistölur

Einnig birtir Hagstofan gögn um innflutning eldsneytis:

Utanríkisverslun

Markaður

Tveir viðskiptavettvangar raforku eru starfandi á Íslandi: Vonarskarð og Elma.

Vonarskarð

Elma

Elma sér að svo komnu um útboð fyrir flutningstöp Landsnets. Vonarskarð er með vikuleg útboð á skammtímaorku og mánaðarleg útboð á mánaðarblokkum og grunnorku (ársblokkum).

Dreifiveitur

Ársskýrslur dreifiveitna innihalda ýmsar áhugaverðar upplýsingar um almenna notkun raforku og hitaveitur. Helstu dreifiveitur eru:

RARIK

HS Veitur

Veitur

Orkubú Vestfjarða

Norðurorka.

Helstu hitaveitur:

Reglugerðarveitur

Staða orkugagna

Yfirlit um birtingu orkugagna:

Skýrsla um stöðu gagnamála í orkugeiranum

Hagstofan

Helstu frumgögn í orkumálum sem Hagstofan birtir eru raforkuverð uppfærð tvisvar á ári.

Raforkuverð

Borholur á Hellisheiði

Jarðhiti

Talnaefni um notkun og vinnslu:

Varmagögn

Skila á gögnum til Orkustofnunar um allar borholur og eru þau birt hér:

Borholuskrá

Skýrsla orkustofnunar um jarðhita á yfirborði:
Jarðhitakort

Vefsjá ÍSOR:
https://arcgisserver.isor.is

Flutningslínur á Hólmsheiði

Mynd frá Hólmsheiði

Hvað er fólk að segja

„Okkur vantar betri upplýsingar um orkuna”

Björn
Reykjavík
Picture of a person typing on a typewriter.